Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Svæðisáætlun Sorpmála - 2015090028
Lagt fram bréf Snjólaugar Tinnu Hansdóttur og Guðmundar B. Ingvarssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 6. nóvember sl. þar sem vakin er athygli á breytingu sem gerð var á 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, en eftirfarandi málsgrein var felld inn í lögin:
„Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til.“
Bæjarráð tók erindið fyrir á 944. fundi sínum 13. nóvember sl. og vísaði til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
„Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til.“
Bæjarráð tók erindið fyrir á 944. fundi sínum 13. nóvember sl. og vísaði til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020
Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur, verkefnastjóra Visit Westfjords, dagsettur 8. nóvember sl. vegna gerðar áfangastaðaáætlunar Vestfjarða. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær taki afstöðu til forgangsröðunar aðgerða sem sótt hefur verið um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, sem settar hafa verið fram í Landsáætlun og sem tilgreindar voru í vinnu vegna stefnumótunar vestfirskrar ferðaþjónustu.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 944. fundi sínum 13. nóvember sl. og vísaði drögum að áfangastaðaáætlun Vestfjarða til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og hverfisráða í Ísafjarðarbæ, en vakti athygli á að Visit Westfjords hefur óskað eftir umsögnum Ísafjarðarbæjar fyrir 24. nóvember n.k.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 944. fundi sínum 13. nóvember sl. og vísaði drögum að áfangastaðaáætlun Vestfjarða til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og hverfisráða í Ísafjarðarbæ, en vakti athygli á að Visit Westfjords hefur óskað eftir umsögnum Ísafjarðarbæjar fyrir 24. nóvember n.k.
Umhverfisfulltrúa falið að senda upplýsingar um afstöðu nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
3.Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043
Lögð fram fundargerð hverfisráðs Eyrar og efri bæjar Ísafjarðar frá 24. október sl.
Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á 944. fundi sínum 13. nóvember sl. og vísaði henni til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á 944. fundi sínum 13. nóvember sl. og vísaði henni til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Lagt fram til kynningar.
4.Tjaldsvæði Tungudalur 2018 - 2017110030
Lagt fram minnisblað frá Ralf Trylla umhverfisfulltrúa dags. 15.11.2017 um tjaldsvæði í Tungudal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur æskilegt að bjóða rekstur svæðisins út til lengri tíma en gert hefur verið hingað til, a.m.k. fimm ára, en þó þannig að skýrar heimildir séu til uppsagnar samningsins ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða aðstæður breytast.
5.Fyrirspurn til Skipulagsstofnunar - 2017110005
Spurningar umhverfis- og framkvæmdanefndar varðandi umhverfismat á fiskeldisumsóknum.
Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?