Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Norræna plastáætlunin - 2017110001
Lögð fram norræn áætlun um að draga úr umhverfisáætlun plasts. Áætlunin tengist plastmálefnum, sjálfbærri neyslu og framleiðslu, verndun hafsins og úrgangsforvörnum.
Lagt fram til kynningar.
2.Fyrirspurn til Umhverfisstofnunar um fiskeldi - 2017110005
Aðkoma Umhverfisstofnunar að útgáfu fiskeldisleyfa.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd ræddi við Guðbjörgu Stellu Árnadóttur, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, í gegnum síma.
Símtali slitið klukkan 8.45.
Gestir
- Guðbjörg Stella Árnadóttir - mæting: 08:35
3.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Fjárgirðing/viðhaldsstígur - 2017100052
Lögð fram teikning dags. 3.11.2017 af fjárgirðingu og viðhaldsstíg fyrir ofan Suðureyri.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar teikningunni til umfjöllunar í hverfisráði Súgandafjarðar.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?