Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
54. fundur 26. september 2017 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Lagðar fram tillögur tæknideildar að framkvæmdum við göngustíga á árinu 2018.
Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á nauðsyn þess að við breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar á næsta ári verði reiknað með gerð göngustígs ofan Suðureyrar í samræmi við tillögur hverfisráðs.

2.Gangstéttir 2018 - 2017090075

Rætt um gangstéttaframkvæmdir á árinu 2018.
Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri fóru yfir mögulegar gangstéttaframkvæmdir á næsta ári.

3.Fráveita og rotþrær - samþykkt um fráveitu - 2016040069

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, upplýsti nefndina um stöðu fráveitumála.
Nefndin þakkar sviðsstjóra fyrir upplýsingar um framkvæmdir og frágang fráveitu við Seljaland.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?