Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051
Á 45. fundi sínum þann 11. apríl sl. tók umhverfis- og framkvæmdanefnd fyrir drög að umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð tók erindið fyrir á 972. fundi sínum 24. apríl sl., óskaði eftir ítarlegri útfærslu og vísaði málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að koma með tillögur að breytingum í samstarfi við nefndina. Nýjar tillögur verða teknar fyrir á næsta fundi.
2.Plastlaus september - 2017060067
Á 981. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Dóru Magnúsdóttur, dagsettur 26. júní sl., ásamt bréfi, þar sem kynnt er árveknisátakið „plastlaus september“. Markmið þess er að vekja almenning til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til, bæði almennt og á heimilum landsins. Óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við verkefnið að uppæð 75.000 krónur.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Ísafjarðarbær er nú þegar að vinna að átaksverkefninu „plastlausir Vestfirðir“ og telur nefndin því ekki rétt að verða beiðninni að þessu sinni.
3.Stefnumótun fyrir tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ - 2017080024
Lagt fram minnisblað tæknideildar varðandi stefnumótun um málefni tjaldsvæða.
Nefndin leggur til að stefnt verði að því að rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ verði í höndum einkaaðila.
4.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002
Lögð fram breytingartillaga umhverfisfulltrúa varðandi gönguleiðir sem tilgreindar eru í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að breytingartillagan verði höfð til grundvallar við næstu endurskoðun aðalskipulags.
5.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021
Umræða um sorpmál 2018.
Rætt um útboð á sorphirðu og -förgun.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?