Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021
Lagt fram minnisblað tæknideildar, dags. 20. júní 2017 - áhersluatriði uppfærð júní 2017.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að maíspokum/pappírspokum verði dreift á öll heimili Ísafjarðarbæjar í upphafi sem hluta af kynningarstarfi. Dreifing á pokum og kynning á flokkun sorps, þar sem gengið er í hús, verði hluti af útboði og á ábyrgð þess verktaka sem samið verður við.
2. Svæði fyrir meðhöndlun lífræna efnisins, ætlar Ísafjarðarbær að leggja til svæði?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að núverandi svæði við Funa verði notað áfram fyrir söfnun og meðhöndlun.
3. Gæði á lífrænu efni (lág- meðal há)?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að afurð moltugerðar verði nothæf og felur tæknideild að útfæra uppskrift að moltu að höfðu samráði við sérfræðinga á sviði jarðgerðar.
4. Hver á vera eigandi að tunnunum (Verktaki, Ísafjarðarbær, húseigendur)?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Ísafjarðarbær leggi til þau sorphirðuílát sem uppá vantar.
5. Ætlar Ísafjarðarbær að safna saman gleri?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að settir verði tveir grendargámar til glersöfnunar við verslunarkjarna á Ísafirði.
6. Húsnæði fyrir sorpsöfnun og móttöku (Funa) ? ætlar verktaki að borga leigu?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að húsnæði Funa verði lagt til af Ísafjarðarbæ en rafmagn og hiti greiðist af verktaka.
7. Vill Ísafjarðarbær taka þátt í kostnaði við breytingar (hjá íbúum) vegna lengingar í 3ja vikna söfnun?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Ísafjarðarbær aðstoði íbúa eins og kostur er við að aðlagast nýju kerfi.
8. Ætlar Ísafjarðarbæ að vera með gjaldfrjálsan, óvirkan úrgang?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að losun á allt að 0,5 m3 af óvirkum úrgangi verði gjaldfrjáls fyrir einstaklinga í móttökustöð Funa.
9. Útboði skipt upp söfnun- Rekstur í Funa- Förgun?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að skoðað verði hvort hagkvæmt er að skipta útboðinu upp.
10. Klippikort ?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að ekki verði farið í útgáfu klippikorta.