Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
50. fundur 27. júní 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Lagt fram minnisblað tæknideildar, dags. 20. júní 2017 - áhersluatriði uppfærð júní 2017.
1. Ætlar Ísafjarðarbær að leggja til maíspoka handa íbúum?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að maíspokum/pappírspokum verði dreift á öll heimili Ísafjarðarbæjar í upphafi sem hluta af kynningarstarfi. Dreifing á pokum og kynning á flokkun sorps, þar sem gengið er í hús, verði hluti af útboði og á ábyrgð þess verktaka sem samið verður við.

2. Svæði fyrir meðhöndlun lífræna efnisins, ætlar Ísafjarðarbær að leggja til svæði?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að núverandi svæði við Funa verði notað áfram fyrir söfnun og meðhöndlun.

3. Gæði á lífrænu efni (lág- meðal há)?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að afurð moltugerðar verði nothæf og felur tæknideild að útfæra uppskrift að moltu að höfðu samráði við sérfræðinga á sviði jarðgerðar.

4. Hver á vera eigandi að tunnunum (Verktaki, Ísafjarðarbær, húseigendur)?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Ísafjarðarbær leggi til þau sorphirðuílát sem uppá vantar.

5. Ætlar Ísafjarðarbær að safna saman gleri?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að settir verði tveir grendargámar til glersöfnunar við verslunarkjarna á Ísafirði.

6. Húsnæði fyrir sorpsöfnun og móttöku (Funa) ? ætlar verktaki að borga leigu?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að húsnæði Funa verði lagt til af Ísafjarðarbæ en rafmagn og hiti greiðist af verktaka.

7. Vill Ísafjarðarbær taka þátt í kostnaði við breytingar (hjá íbúum) vegna lengingar í 3ja vikna söfnun?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Ísafjarðarbær aðstoði íbúa eins og kostur er við að aðlagast nýju kerfi.

8. Ætlar Ísafjarðarbæ að vera með gjaldfrjálsan, óvirkan úrgang?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að losun á allt að 0,5 m3 af óvirkum úrgangi verði gjaldfrjáls fyrir einstaklinga í móttökustöð Funa.

9. Útboði skipt upp söfnun- Rekstur í Funa- Förgun?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að skoðað verði hvort hagkvæmt er að skipta útboðinu upp.

10. Klippikort ?
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að ekki verði farið í útgáfu klippikorta.









Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?