Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
47. fundur 09. maí 2017 kl. 08:00 - 09:57 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
  • Sólveig Bessa Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Umhverfisfulltrúi kynnir svör við spurningum frá fundi nr. 46. Kynnt minnisblað, dagsett 8.5.2017 frá Eflu verkfræðistofu.
Umræður fóru fram um útboð sorpmála.

2.Græn vika 2017 - 2017020091

Umhverfisfulltrúi kynnir drög að dagskrá Grænu vikunnar.
Umræður fóru fram um dagskrá Grænu vikunnar.

3.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Lögð fram breytingartillaga um gönguleiðir fyrir aðalskipulagsbreytingar.
Málinu frestað til næsta fundar.

4.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051

Á 45. fundi sínum, 11. apríl sl. tók umhverfis- og framkvæmdanefnd fyrir drög að Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð tók erindið fyrir á 972. fundi sínum, 24. apríl sl., og óskaði eftir ítarlegri útfærslu á Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og vísar málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?