Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Útiofnar, kamínur, kurlofnar og kolagrill - 2017030098
Lagt fram upplýsingablað frá Umhverfisstofnun, ódagsett, um útiofna, kamínu, kurlofna og kolagrill.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að kynna almenningi æskilega meðferð á kamínum og útiofnum.
2.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051
Umhverfisfulltrúi kynnir drög að umhverfisstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar til afgreiðslu í bæjarráði Ísafjarðarbæjar.
3.Grænu skrefin í mínu sveitafélagið - 2017030061
Umhverfisfulltrúi kynnir uppfærð gögn um grænu skrefin.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Ísafjarðarbær taki upp kerfið Græn skref í stofnunum sínum og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði Ísafjarðarbæjar.
4.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021
Kynnt ný útgáfa skýrslu frá EFLU verkfræðistofu dags 10.4.2017.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur tæknideild að draga fram áhersluatriði í valmöguleikum úr skýrslunni og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
5.Viðhaldsstefna Göngustíga - 2017040017
Umhverfisfulltrúi leggur til að farið verði í vinnu við gerð viðhaldsáætlunar göngustíga í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna viðhaldsáætlun fyrir göngustíga í Ísafjarðarbæ.
6.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023
Umræða um framkvæmdir við snjóflóðagarð neðan Gleiðarhjalla.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur tæknideild að sjá til þess að ofanflóðavarnir í Ísafjarðarbæ verði kláraðar í samræmi við gögn sem kynnt voru við upphaf framkvæmda.
7.Landsmót unglingadeilda Landsbjargar - 2017040027
Lagður fram tölvupóstur, dags. 6. apríl 2017 frá Einari Birki Sveinbjörnssyni um umsókn um svæði á Suðurtanga undir tjaldsvæði, á meðan landsmót unglingadeilda Landsbjargar fer fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að afmarka svæði fyrir Hafstjörnuna í samræmi við starfssemi sem fyrir er á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 08:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?