Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
44. fundur 21. mars 2017 kl. 08:00 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Kynnt skýrsla frá EFLU verkfræðistofu um mat á leiðum og kostnaði við sorphirðu dags. 20.3.2017.
Kynnt skýrsla EFLU verkfræðistofu.

2.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051

Umhverfisfulltrúi leggur fram drög að umhverfisstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Frestað til næsta fundar.

3.Grænu skrefin í mínu sveitafélagið - 2017030061

Umhverfisfulltrúi leggur til að stofnanir sveitafélagsins verði hvattar til að fara í Grænt skref í sambandi við verkefnið Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Kynnt er kynningarefni Línu Bjargar Tryggvadóttur.
Lína Björg Tryggvadóttir kynnir verkefnið Græn skref í sveitarfélaginu fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd. Línu Björg er þakkað fyrir kyninguna og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Lína Björg Tryggvadóttir yfirgaf fundinn kl. 09:16

Gestir

  • Lína Björg Tryggvadóttir - mæting: 09:00

4.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Umræða um gjaldskrár á sviði umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagðar fram til kynningar gjaldskrár umhverfis- og eignasviðs. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur ekki til breytingar á gjaldskrám að svo stöddu.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?