Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
43. fundur 07. mars 2017 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Kynnt drög af skýrslu frá EFLU ehf um þarfagreiningu í sorpmálum dags. 3.3.2017.
Drög að skýrslu frá Eflu ehf. verkfræðistofu kynnt umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar. Umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram með Eflu ehf.

2.Svæðisáætlun Sorpmál - 2015090028

Umræður um mögulega samstarfsaðila í sorpmálum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar leggja til að áður en haldið verður áfram við vinnu við útboð í sorpmálum, þá verði haft samband við nágrannasveitarfélög okkar Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp til að skoða hvort ekki sé flötur fyrir sameiginlegu útboði. Það gefur auga leið að um sameiginlegt hagsmunamál allra sveitarfélaganna er að ræða, bæði kostnaðarlega og umhverfislega. Við leggjum til að skipuð verði nefnd með fulltrúum allra sveitarfélaganna hið fyrsta og unnið verði hratt og vel í undirbúningi að sameiginlegu útboði í sorpmálum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarráð að skipuð verði nefnd um útboð á sorpmálum sveitarfélaganna með fulltrúum Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps.

3.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Umræða um gjaldskrár á sviði umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Frestað

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?