Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Lögð fram breytt gjaldskrá fyrir tjaldsvæði 2017, þar sem gistináttaskatti var bætt við.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytt gjaldskrá fyrir tjaldsvæði 2017 verði samþykkt.
2.Græn vika 2017 - 2017020091
Umhverfisfulltrúi leggur til að græn vika verði haldin í vor með sama sniði eins og sl. ár.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu umhverfisfulltrúa og felur honum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
3.Innleiðingar Árósasamningsins - 2017020010
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að skýrslu ráðuneytisins um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar því eftir umsögnum og athugasemdum við skýrsludrögin. Frestur til að skila umsögnum rennur út miðvikudaginn 1. mars næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:54.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?