Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sauðfjárbeit innan þéttbýlis - 2016040050
Ingibjörg Svavarsdóttir kynnir lokaritgerð sína: „Þjónustubeit í þéttbýli - Áhrif sauðfjárbeitar á framgang kerfils í blómlendi.“
Nefndin þakkar Ingibjörgu fyrir kynninguna.
Ingibjörg yfirgaf fundinn klukkan 08.35.
Gestir
- Ingibjörg Svavarsdóttir - mæting: 08:00
2.Earth Check vottun - 2014120064
Lína Björg Tryggvadóttir segir frá fundi Framkvæmdaráðs umhverfisvottunar Vestfjarða sem haldinn var á Hólmavík 20. janúar.
Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.
Lína Björg yfirgaf fundinn klukkan 08.52
Gestir
- Lína Björg Tryggvadóttir - mæting: 08:35
3.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066
Lögð fram tvö tilboð í úttekt frárennslislagna á Ísafirði. Á grundvelli 9. greinar laga nr. 140/2012 eru tilboðin ekki ætluð til dreifingar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tilboði Verkís verði tekið.
4.Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081
Rætt um flokkun, endurvinnsluefni, sorpmeðhöndlun og sorphirðu.
Nefndin felur umhverfisfulltrúa að afla upplýsinga um það í hvað allir flokkar endurvinnsluefna sem sendir eru frá Ísafjarðarbæ eru nýttir.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?