Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
38. fundur 20. desember 2016 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Lögð fram tillaga Ralf Trylla umhverfisfulltrúa að lagfæringu á göngustígum árið 2017.
Nefndin lýsir yfir ánægju með tillögurnar og leggur til að ráðist verði í þær framkvæmdir sem þar er rætt um.

2.Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081

Lagðar fram upplýsingar um flokkun, endurvinnsluefni, sorpmeðhöndlun og sorphirðu yfir hátíðar.
Lagt fram til kynningar. Nefndin kallar eftir nánari upplýsingum um það í hvað endurvinnsluefni sem sent er frá Ísafjarðarbæ er nýtt.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?