Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Lögð fram umsagnarbeiðni frá nefndarsviði alþingis vegna frumvarps til laga um timbur og timbursölu, 785. mál.
Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
2.Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 - 2014050071
Lagður fram tölvupóstur Jórunnar Gunnarsdóttur f.h. Landsnets dags. 24. maí varðandi gerð kerfisáætlunar 2016-2025.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
3.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005
Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Erindinu frestað til næsta fundar.
4.Notkun illgresiseyðis í sveitarfélagi - 2016060014
Lagður fram tölvupóstur frá Birni Gunnlaugssyni dags. 2. júní um notkun almennings á illgresiseyðandi efnum á almannafæri.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur ekki verjandi að Ísafjarðarbær afhendi almenningi illgresiseyðandi efni til eftirlitslausrar notkunar.
5.Græn vika 2016 - 2016040060
Ástand mála á Ísafjarðarhöfn.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd skorar á þá sem eiga ómetanlegt rusl á víðavangi á hafnarsvæðinu á Ísafirði að koma því í skjól áður en það verður hirt af starfsmönnum Ísafjarðarbæjar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?