Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Gísli Elís Úlfarsson boðaði forföll vegna veikinda sem og varamaður hans Linda Björk Pétursdóttir.
1.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016 - 2016020019
Bæjarráð vísaði bréfi Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars sl., varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir niðurlag bréfsins og leggur áherslu á að reglur um heilbrigðiseftirlit verði endurskoðaðar með það að markmiði að auka skilvirkni.
2.þjónustuhús við Dynjanda í Arnarfirði - 2016050048
Lagt fram bréf dags. 14. maí frá Þórhalli Arasyni og Katli Berg Magnússyni vegna þjónustuhúss við Dynjanda í Arnarfirði.
Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara en ítrekar að umsagnar- og leyfisveitingarvald liggur annars staðar.
3.Samþykkt um búfjárhald - 2016010004
Lögð fram athugasemd frá Félagi sauðfjárbænda á Vestfjörðum við 7. grein draga að samþykkt Ísafjarðarbæjar um búfjárhald.
Nefndin þakkar innsenda athugasemd en sér ekki þörf á því að binda ákvæði um hámarksfjölda sauðfjár í samþykktina.
4.Græn vika 2016 - 2016040060
Græn vika í Ísafjarðarbæ.
Rætt um Græna viku, umhverfisátak sem nú stendur yfir í Ísafjarðarbæ; gáma undir garðaúrgang, götusóp, hreinsunarátök hverfisráða, stofnana og fyrirtækja o.fl.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?