Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 8.2.2016 um rekstur salerna við Dynjanda í Arnarfirði, þar sem þess er óskað að Ísafjarðarbær haldi starfsleyfi fyrir salerni árið 2016 og þau verði fjarlægð af sveitarfélaginu þegar ný salerni frá UST verða tekin í notkun.
Nefndin fellst á tillögur Umhverfisstofnunar.
2.Dynjandi, endurskoðun á auglýsingu um friðlýsingu og mörkum náttúruvættisins - 2016020044
Umhverfisstofnun óskar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til stækkunar náttúruvættisins Dynjanda og óskar eftir tilnefningu fulltrúa í samráðshóp. Bréf dags. 9. febrúar 2016. Erindið fór fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd, fund nr. 451, þann 24.2.2016
- bókun skipulags- og mannvirkjanefndar: Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í stækkun náttúruvættisins Dynjanda í samráði við sveitarfélagið. Nefndin leggur til að umhverfisnefnd tilnefni fulltrúa í samráðshópinn.
- bókun skipulags- og mannvirkjanefndar: Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í stækkun náttúruvættisins Dynjanda í samráði við sveitarfélagið. Nefndin leggur til að umhverfisnefnd tilnefni fulltrúa í samráðshópinn.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í stækkun náttúruvættisins Dynjanda í samráði við sveitarfélagið og tilnefnir Línu Tryggvadóttur sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samráðshópinn.
3.Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033
Á 916. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að lærdómsskýrslu vegna flóðanna á Ísafirði í febrúar 2015. Bæjarráð vísaði skýrslunni til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd. Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
4.Samþykkt um búfjárhald - 2016010004
Lögð fram að nýju drög að samþykkt um búfjárhald í Ísafjarðarbæ.
Nefndin þakkar Búnaðarfélaginu Bjarma fyrir athugasemdirnar og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá breytingum og leggja fyrir bæjarstjórn.
5.Bílastæði innan þéttbýlis - 2016030025
Kristín Hálfdánsdóttir og Jónas Þór Birgisson, fulltrúar D-lista í nefndinni, leggja til að tæknideild Ísafjarðarbæjar verði falið að finna laust pláss á hafnarsvæðinu á Ísafirði fyrir þá sem þurfa pláss fyrir einkabíla sína í nokkra daga t.d. þeirra sem huga á ferðir norður í friðland Hornstranda í sumar.
Greinargerð:
Talsverður vandi hefur skapast undanfarið ár vegna bíla sem lagt er í mislangan tíma víðast hvar um hafnarsvæðið, oftar en ekki í bílastæði fyrirtækja.
Til lausnar þessum vanda þá finni Tæknideildin lóð á hafnarsvæðinu, merki hana og auglýsi eftir einkaaðila til að sjá um rekstur hennar í sumar. Með því að beina öllum bílum sem leggja til lengri tíma á einn stað á hafnarsvæðinu má ætla að svæðið verði bæði öruggara og greiðfærara fyrir vikið.
Greinargerð:
Talsverður vandi hefur skapast undanfarið ár vegna bíla sem lagt er í mislangan tíma víðast hvar um hafnarsvæðið, oftar en ekki í bílastæði fyrirtækja.
Til lausnar þessum vanda þá finni Tæknideildin lóð á hafnarsvæðinu, merki hana og auglýsi eftir einkaaðila til að sjá um rekstur hennar í sumar. Með því að beina öllum bílum sem leggja til lengri tíma á einn stað á hafnarsvæðinu má ætla að svæðið verði bæði öruggara og greiðfærara fyrir vikið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að fylgja málinu eftir.
Gunnar Jónsson yfigaf fundinn klukkan 08.50.
6.Jarðgerð - Hugelkultur - 2016020030
Kynning á jarðgerð og „hugelkultur“ frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur.
Nefndin þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með verkefnið.
Helga Dóra Kristjánsdóttir yfirgaf fundinn klukkan 9.30.
Hildur Dagbjört Arnardóttir yfirgaf fundinn klukkan 10.15.
Hildur Dagbjört Arnardóttir yfirgaf fundinn klukkan 10.15.
Gestir
- Hildur Dagbjört Arnardóttir - mæting: 09:00
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnalög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.
Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.
Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
Fundi slitið - kl. 10:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?