Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
24. fundur 26. janúar 2016 kl. 08:00 - 09:00 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Bakki í Brekkudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015110077

Vestinvest ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði skv. drögum að samningi um þátttöku í landshlutaverkefni í skógrækt. Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum, en leggur áherslu á að framkvæmdirnar falli vel að landslagi og þeim gróðri sem fyrir er.

2.Samþykkt um búfjárhald - 2016010004

Lagt fram minnisblað frá Hálfdáni B. Hálfdánssyni, dags. 4.1.2016, ásamt drögum A og B að samþykkt um búfjárhald.
Upplýsingafulltrúa falið að gera breytingar í samræmi við umræður og leggja fyrir næsta fund.

3.Auglýsingar utan þéttbýlis 2016 - 2016010046

Lagt fram erindi dags. 19. janúar 2016 frá Umhverfisstofnun um auglýsingar utan þéttbýlis.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?