Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fyrirspurn varðandi fjallskilanefnd - 2015100024
Á 906. fundi bæjarráðs fól bæjarráð umhverfis- og framkvæmdanefnd að gera tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykktum og tilnefna fulltrúa í fjallskilanefnd í samræmi við tillögur framlagðs minnisblaðs.
Nefndin felur starfsmanni sínum að gera tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykkt og erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdanefndar og leggja fyrir bæjarstjórn svo hægt sé að skipa í fjallskilanefnd.
2.Gangstéttar 2015/16 - 2015100043
Lögð fram úttekt á ástandi gangstíga og -stétta í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
3.Kynning á plastpokalausu bæjarfélagi - 2014110005
Lögð fram greinargerð um „Burðarplastpokalausan Stykkishólm".
Lagt fram til kynningar.
4.Sorpmál 2017 - 2015020030
Umræða um sorpmál 2017:
-Jarðgerð og lausnir
-Jarðgerð og lausnir
Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt kynnti hugmyndir sínar að nýtingu lífræns úrgangs. Nefndin tekur mjög jákvætt í hugmyndirnar og þakkar kynninguna.
Hildur Dagbjört yfirgaf fundinn klukkan 9.45.
Gestir
- Hildur Dagbjört Arnardóttir - mæting: 09:00
5.Sorp á víðavangi í Ísafjarðarbæ - 2015080054
Lögð fram samantekt umhverfisfulltrúa um magn sorps á víðavangi í sveitarfélaginu og kostnað við förgun þess.
Nefndin þakkar úttektina og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.
6.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. - 2011110042
Tillaga frá tæknideild Ísafjarðarbæjar um endurskoðun snjómokstursreglna í sveitarfélaginu. Lagðar fram teikningar og greinargerð um snjómokstur frá 2012.
Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að koma með tillögur að breytingum í samræmi við athugasemdir og umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?