Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
20. fundur 13. október 2015 kl. 08:00 - 09:20 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Jón Reynir Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054

Tillaga til umhverfis- og framkvæmdanefndar um að vísa málinu áfram til bæjarstjórnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur þessa leið ekki færa að svo stöddu, en leggur til að gjaldtaka fyrir förgun óvirks úrgangs verði með öðrum hætti í næsta útboði.

2.Ágengar plöntur 2016 - 2015080042

Lögð fram tillaga um átak gegn útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, unnin af Matthildi Ástu Hauksdóttur garðyrkjustjóra og Ralf Trylla umhverfisfulltrúa dags. 30.9.2015 með meðfylgjandi teikningum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í átakið til fjögurra ára og gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2016 og fimm ára áætlun.

3.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

Lagður fram tölvupóstur dags. 10.9.2015 frá Sighvati Jóni Þórarinssyni um snjómokstursreglur í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir mikilvægi þess að gera þjónustuna skýrari og skilvirkari og að hún miðist við veðurfar frekar en dagatal. Nefndin felur starfsmönnum tæknideildar að skýra mokstursreglurnar í samstarfi við Vegagerðina.

4.Minnisvarði um Kirkjubólsfeðga - 2014050072

Mál tekið fyrir á ný.
Á fundi bæjarráðs 19. maí 2014 var lagt fram erindi Ólínu Þorvarðardóttur þar sem viðrað er að reisa minnisvarða um Jón og Jón Jónssyni á Kirkjubóli í Skutulsfirði sem brenndir voru á báli 1656.
Bæjarráð tók jákvætt í erindið og óskaði umsagnar umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd tók jákvætt í erindið og vísaði því til fjárhagsáætlunar 2015.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2016.

5.Strandlínan á Ísafirði ? Eyrin á Ísafirði í fortíð og nútíð - 2015100021

Lagt fram erindi frá Margréti Birnu Auðunsdóttur og Heiðu Maríu Loftsdóttur um strandlínu á Ísafirði, dags. 7.10.2015.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir yfir ánægju með framkomnar tillögur og leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í hátíðarnefnd vegna 20 ára afmælis Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðar.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Bæjarráð leggur til að gjaldskrár hækki almennt um 4,3%, sem er verðbólguáætlun Seðlabankans frá 19. ágúst sl., en sú tillaga er í samræmi við tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög noti forsendur þjóðhagsspár við útreikninga um verðlag 2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarráðs um 4,3% hækkun gjaldskráa.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?