Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Jarðskriðuhætta og lúpína - 2015080083
Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa um áhrif lúpínugróðurs á jarðskriðu- og snjóflóðahættu.
Lagt fram til kynningar.
2.Ágengar plöntur 2016 - 2015080042
Lögð fram tillaga um átak gegn útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, unnin af Matthildi Ástu Hauksdóttur garðyrkjustjóra og Ralf Trylla umhverfisfulltrúa dags. 24.9.2015 með meðfylgjandi teikningum.
Nefndin tekur vel í hugmyndir umhverfisfulltrúa og garðyrkjufulltrúa og felur þeim að útfæra þær nánar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
3.Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043
Fyrirkomulag reksturs tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ á komandi sumri.
Það er sérstök staða að sveitarfélag taki jafn ríkan þátt í rekstri salerna fyrir umferð alls ferðafólks um jafn vinsælan áningarstað og Dynjandisvog. Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna reksturs salerna er langt umfram tekjur af tjaldsvæðinu. Í ljósi þessa leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær hætti rekstri tjaldsvæðis við Dynjanda í óbreyttu formi og skoði aðrar leiðir.
4.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048
Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 21.9.2015 um gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2016.
Lagt fram til kynningar.
5.Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa um meðhöndlun óvirks úrgangs.
Rætt um möguleika þess að hætta gjaldtöku fyrir förgun óvirks úrgangs.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um
landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál. Lagður fram tölvupóstur dags. 24.9.2015 og frumvarp til laga (pdf)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál. Lagður fram tölvupóstur dags. 24.9.2015 og frumvarp til laga (pdf)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál. Lagður fram tölvupóstur dags. 24.9.2015 og frumvarp til laga (pdf)
landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál. Lagður fram tölvupóstur dags. 24.9.2015 og frumvarp til laga (pdf)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál. Lagður fram tölvupóstur dags. 24.9.2015 og frumvarp til laga (pdf)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál. Lagður fram tölvupóstur dags. 24.9.2015 og frumvarp til laga (pdf)
Nefndin felur varaformanni að skila inn athugasemdum.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?