Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2015 - 2015020104
Bæjarráð vísar erindi Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 30. apríl sl., móttekið 18. júní sl., til umhverfis- og framkvæmdanefndar, þar sem tilkynnt er um bílaálímingar og hvernig vörslu bifreiða skuli háttað eftir að þær eru teknar í vörslu.
Umhverfisfulltrúa falið að finna hentugan stað og þann kostnað sem fellur til við að gera fullnægjandi aðstöðu fyrir bifreiðar sem sveitarfélagið tekur í vörslu.
2.Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043
Framtíðarsýn og stefna Ísafjarðarbæjar í rekstri tjaldsvæða. Lagt fram yfirlit yfir útgjöld og rekstrarkostnað sl. 3 ár.
Umhverfisfulltrúa falið að koma með sundurliðaðar kostnaðartölur eftir tjaldsvæðum og að kanna notkun gesta sem ekki greiða fyrir þjónustu á tjaldsvæðunum.
3.Ágengar plöntur 2016 - 2015080042
Lagðar fram upplýsingar um ágengar plöntutegundir í sveitafélaginu og áætlaðan kostnað við að hindra útbreiðslu þeirra.
Umhverfisfulltrúa falið að kanna reglur um búfjárhald í Ísafjarðarbæ, skoða frekari útfærslur á beitartilraun og samvinnu við íbúa um heftingu útbreiðslu á lúpínu. Nefndin styður ekki tillögu um notkun eiturefna á ágengar plöntur.
4.Forgangsröðun opinna svæða - 2015080048
Umræða um forgangsröðun opinna svæða. Lögð fram drög að grænu bók Ísafjarðarbæjar og uppdráttum að forgangsröðun.
Umhverfisfulltrúa falið að undirbúa kynningu á umhirðu og slætti opinna svæða.
Önnur mál:
Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að kanna útfærslur Akureyrarbæjar við móttöku á óvirkum úrgangi.
Nefndin felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að kanna útfærslur Akureyrarbæjar við móttöku á óvirkum úrgangi.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?