Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
14. fundur 28. maí 2015 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði - 2014100066

Lagður fram tölvupóstur frá Hákoni Ásgeirssyni (Umhverfisstofnun), dags. 20.5.2015, með lokaútgáfu verndar- og stjórnunaráætlunar Dynjanda.
Nefndin þakkar framlögð gögn en óskar eftir því að þolmarkagreiningu svæðisins verði flýtt svo hún verði tilbúin áður en Dýrafjarðargöng verða að veruleika. Þá bendir umhverfis- og framkvæmdanefnd á að með framlögum til uppbygginga innviða á ferðamannastöðum víða um land er nú gert ráð fyrir gerð salernisaðstöðu fyrir ríkisfé og vill nefndin að skýrt verði betur hver ábyrgð Ísafjarðarbæjar verður varðandi uppbyggingu og viðhald þessarar aðstöðu á Dynjanda.

2.Sorpmál 2017 - 2015020030

Stefnumótun sorpmála 2017. Umræða um framtíð málaflokksins.
Rætt um framtíðarfyrirkomulag sorpmála í Ísafjarðarbæ. Starfshópi nefndarinnar falið að vinna málið áfram og kanna ólíkar aðferðir til sorpförgunar og jarðgerðar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?