Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081
Lögð fram að nýju drög að upplýsingabæklingi um sorpmál.
Starfsmönnum nefndarinnar falið að koma bæklingnum út.
2.Sorpmál 2017 - 2015020030
Áframhald vinnu við framtíðarskipulag sorpmála frá og með 2017.
Kristínu Hálfdánsdóttur og Línu B. Tryggvadóttur falið að vinna málið með umhverfisfulltrúa og leggja tillögur fyrir nefndina.
3.Umhverfisvottaðir Vestfirðir - 2011070061
Lögð er fram framkvæmdaráætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árin 2015-2016 um umhverfisvottunarferli sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt sameiginlegri stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt og eftir henni unnið.
Fundi slitið - kl. 09:12.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?