Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
11. fundur 12. mars 2015 kl. 08:00 - 09:12 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gestsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulags- og byggingarfu
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081

Lögð fram að nýju drög að upplýsingabæklingi um sorpmál.
Starfsmönnum nefndarinnar falið að koma bæklingnum út.

2.Sorpmál 2017 - 2015020030

Áframhald vinnu við framtíðarskipulag sorpmála frá og með 2017.
Kristínu Hálfdánsdóttur og Línu B. Tryggvadóttur falið að vinna málið með umhverfisfulltrúa og leggja tillögur fyrir nefndina.

3.Umhverfisvottaðir Vestfirðir - 2011070061

Lögð er fram framkvæmdaráætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árin 2015-2016 um umhverfisvottunarferli sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt sameiginlegri stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt og eftir henni unnið.

Fundi slitið - kl. 09:12.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?