Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurvinnslukort - 2014120023
Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tækniþróunarstjóri Náttúrunnar.is, kynnti Endurvinnslukortið fyrir nefninni í gegnum myndsíma.
Nefndin þakkar Einari fyrir kynninguna.
2.Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081
Lögð fram drög af nýrri útgáfu endurvinnslubæklings.
Erindinu frestað til næsta fundar.
3.Sorpmál 2017 - 2015020030
Umræða um sorpmál 2017
Rætt um framtíðarfyrirkomulag sorpmála og þarfagreiningu fyrir útboð á sorphirðu og -förgun 2017.
4.Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn - 2015020035
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um
uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.
uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.
Nefndin bendir á nauðsyn þess að fjármagn verði tryggt svo sveitarfélög verði ekki fyrir kostnaðarauka vegna fyrirsjáanlegrar vinnu sem ætlast verður til af þeim.
5.Frumvarp til laga um stjórn vatnamála - 2015020036
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um
stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.
stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.
Lagt fram til kynningar. Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
6.Frumvarp til laga um náttúrupassa - 2015020032
Atvinnuveganefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.
Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur ríka áherslu á að tryggt verði að fjármagn úr sameiginlegum sjóði verði nýtt í að tryggja öryggi ferðamanna og treysta innviði ferðamannastaða um allt land.
7.frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum - 2015020037
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?