Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
8. fundur 22. janúar 2015 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gestsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Veraldarvinir - sjálfboðaliðar - 2015010027

Lagður er fram tölvupóstur Þórarins Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldarvina, frá 8. janúar sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að skoða málið og vera í sambandi við bréfritara.

2.Vegagerðin - starfsleyfi fyrir rekstur bikbirgðastöðvar á Ísafirði - 2015010015

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 30. desember 2014 ásamt tillögu að starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð Vegagerðarinnar á Mávagarði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að starfsleyfi fyrir Vegagerðina.

3.Virkjun bæjarlæksins á Hesteyri - 2014100013

Tekið fyrir að nýju erindi frá Hrólfi Vagnssyni um leyfi til að virkja bæjarlækinn á Hesteyri.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. desember 2014 vegna málsins
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar á erindinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við erindið en óskar eftir teikningum af inntaksmannvirki og húsi áður ef leyfi verður veitt. Þá bendir nefndin bréfritara á að leyfi landeiganda þurfi einnig fyrir framkvæmdinni.

4.Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði - 2014100066

Lögð fram drög að verndaráætlun um Dynjanda frá Umhverfisstofnun, dags. 26. 1. 2015
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar því að verndar- og stjórnunaráætlun 2015-2024 sé komin fram. Nefndin óskar eftir upplýsingum hvort IUCN flokkun sé þegar í gildi eða hvort um sé að ræða breytingu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?