Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
154. fundur 26. febrúar 2025 kl. 08:30 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Valur Richter aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Björk Norðdahl formaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021

Lögð fram drög að greiningu Pure North ehf. á möguleikum Ísafjarðarbæjar varðandi meðhöndlun á lífúrgangi.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 5. mars 2024, mál nr. 47/ 69/2024, "Frumvarp um Loftslags- og orkusjóð".

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir umsögnum við drögum að frumvarpi Loftslags- og orkusjóð.

Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um Orkusjóð nr. 76/2020 og lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Meginhlutverk nýs Loftslags- og orkusjóðs verður að styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, orkunýtingar og hringrásarhagkerfis.

Umsagnarfrestur er til og með 15. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 19. febrúar 2025, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 35/2025, "Breyting á reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum".

Umsagnarfrestur er til og með 12. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?