Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
152. fundur 07. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Valur Richter aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Björk Norðdahl formaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá
Hjörleifur Finnsson mætir til fundar kl. 08:30

1.Kynning á gerð loftslagsstefnu og niðurstöður vinnustofu um orkuskipti - 2024100063

Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri umhverfis-, og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu mætir til fundar til að kynna gerð loftslagsstefnu, niðurstöður vinnustofu um orkuskipti og þýðingu hennar fyrir stefnu Ísafjarðarbæjar í umhverfismálum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Hjörleifi fyrir erindið.
Hjörleifur Finnsson yfirgarf fund kl. 09:15.

2.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018

Lokaútgáfa svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035 lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 - 2024100046

Á 1299. fundi bæjarráðs, þann 14. október 2024, var lagður fram til kynningar tölvupóstur Magneu Garðarsdóttir fyrir hönd Vestfjarðarstofu, dags. 9. október 2024, þar sem bent er á að drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið sett inn á samráðsgátt til umsagnar. Umsagnarfrestur er til og með 24. október 2024.

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.

Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?