Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
151. fundur 10. október 2024 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143

Lögð fram til umræðu framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2025-2035
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar framkvæmdaáætlun til bæjarráðs með áorðnum breytingum.

2.Viðhaldsáætlun 2025 - 2024030144

Lögð fram til umræðu viðhaldsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025-2035.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar viðhaldsáætlun til bæjarráðs með áorðnum breytingum.

3.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 3. október 2024 um útboð á sorphirðu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir valkostagreiningu á þeim leiðum sem eru reifuð í framlögðu minnisblaði. Einnig vill nefndin fá úttekt á mögulegri sorpbrennslustöð.

4.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117

Mál tekið fyrir á 1295. og 1296. fundi bæjarráðs, þann 23. og 30. september 2024, þar sem lögð var fram fjárhagsáætlun HEVF fyrir árið 2025, og óskað samþykktar á henni. Bæjarráð gerði athugasemdir við fjárhagsáætlun HEVF 2025 og fól bæjarstjóra að kalla eftir skýringum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Voru því lagðar fram skýringar framkvæmadstjóra Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna málsins.

Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun HEVF fyrir árið 2025, og er málið nú lagt fram til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?