Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
3. fundur 25. september 2014 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Við stólum á þig - umhverfisvænt söfnunarátak - 2014090049

Á 854. fundi bæjarráðs þann 22. september sl. var erindi Péturs Sigurgunnarssonar, framkvæmdastjóra söfnunarinnar Við stólum á þig, dags. 15. september 2014, vísað til nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.
Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál telur þetta gott og þarft verkefni en sér sér ekki fært að styrkja það að svo stöddu þar sem slík styrkveiting rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar þessa árs.
Kristín Hálfdánsdóttir vék af fundi.

2.Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Á 38. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði óskaði nefndin eftir að hönnun lóðarinnar við hjúkrunarheimilið Eyri yrði kynnt á næsta fundi nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að verkið "Frágangur lóðar" við Hjúkrunarheimilið Eyri verði boðið út.
Nefndin bendir á að hafa þarf í huga gr. 13 myndlistarlaga nr. 64/2012 sem fjallar um listaverk í opinberum byggingum og á útisvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?