Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
80. fundur 26. febrúar 2019 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Geir Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Innra eftirlit með Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar - 2014010042

Lögð fram skýrsla um innra eftirlit Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar. Nefndin felur umhverfisfulltrúa að vinna að nýrri eftirlitsskýrslu þar sem litið verður til allra vatnsveitna í Ísafjarðarbæ.

2.Vatnsverndarsvæði Ísafjarðarbæjar - 2015100002

Lögð fram drög að samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla í Ísafjarðarbæ.
Umhverfisfulltrúa falið að gera verklagsreglur í samræmi við samþykktir um verndarsvæði vatnsbóla.

3.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Umræður um vinnu við framtíðarskipulag svæðisins.
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála.

4.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

Tillaga 77. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 22. janúar um að samþykkja breyttar snjómokstursreglur var tekin fyrir á 432. fundi bæjarstjórnar 21. febrúar sl.
Bæjarstjórn vísar til umhverfis- og framkvæmdanefndar tillögu um að orðalag snjómokstursreglna verði lagfært ef þörf er, þ.e.a.s. að ljóst sé að Vallargata 2-18 á Þingeyri, sé mokuð. Forseti ber tillöguna til atkvæða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Lagðar eru til smávægilegar breytingar á reglunum sem varða mokstur á nýjum göngustíg meðfram Fjarðarstræti á Ísafirði og á Vallargötu á Þingeyri í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með umræddum breytingum.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?