Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Edda María Hagalín, fjármálastjóri mætir til fundar undir 1. fundarlið.
1.Gjaldskrár 2025 - 2024030141
Fyrri umræða um gjaldskrár næsta árs sem heyra undir umhverfi og framkvæmdanefnd. Einnig lagt fram minnisblað sviðstjóra stjórnsýslusviðs og fjármálastjóra um forsendur fjárhagsáætlunar 2025.
Gjaldskrár dýrahalds og Skrúðs vísað til seinni umræðu. Nefndin óskar eftir frekari gögnum um gjaldskrár vatnsveitu, fráveitu, sorps og tjaldsvæða.
2.Samþykktir umhverfis- og framkvæmdanefndar - 2024090022
Lagðar fram til endurskoðunar hlutir samþykkta og reglna sem heyra undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Starfsmanni nefndar falið að uppfæra samþykktir og leggja fyrir á ný.
3.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018
Lögð fram kynningartillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 8. október.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117
Lagt fram erindi Antons Helgasonar, f.h. heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 19. júlí 2024, varðandi kæru Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins varðandi útgáfu á leyfi fyrir laxavinnsluna Drimlu í Bolungarvík, en HEVF telur að Drimla falli ekki undir b. lið greinar 6.4. í viðauka I. með lögum nr. 7/1998. Meðfylgjandi eru fylgigögn vegna málsins.
Auk þessa er lögð fram fundargerð 148. fundar HEVF, haldinn 18. júlí 2024.
Auk þessa er lögð fram fundargerð 148. fundar HEVF, haldinn 18. júlí 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117
Á 1290. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 27. júní 2024, með upplýsingum um verkefni heilbrigðiseftirlits um þessar mundir, ásamt erindi Samtaka heilbriðiseftirlitssvæða á Íslandi, dags. 6. júní 2024, vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa áformaðar breytinga á fyrirkomulagi eftirlits.
Bæjarráð þakkaði fyrir greinargóðar upplýsingar og telur mikilvægt að eftirlitsstörf verði staðbundin á svæðinu.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð þakkaði fyrir greinargóðar upplýsingar og telur mikilvægt að eftirlitsstörf verði staðbundin á svæðinu.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?