Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
148. fundur 27. júní 2024 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Eyþór Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018

Á 1285. fundi bæjarráðs, þann 27. maí 2024, voru lögð fram drög að stefnumótun um úrgangsmál á Vestfjörðum og aðgerðaáætlun henni tengt, en bæjarfulltrúum gefst tækifæri til athugasemda. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd. Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu, kynnir drögin.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna. Málið verður tekið fyrir að nýju í ágúst þar sem athugasemdir við drögin verða lögð fyrir. Lokafrestur til að skila inn athugasemdum er 16. ágúst.
Hjörleifur yfirgaf fundinn kl. 09:45

Gestir

  • Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri - mæting: 09:00

2.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Lagt fram til kynningar minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 25. júní 2024, um átaksverkefni vegna númerslausra bíla í Ísafjarðarbæ.
Nefndin lýsir ánægju með verkefnið og hlakkar til að sjá árangurinn í lok sumars.

3.Sorpbrennsla í Ísafjarðarbæ - 2023110019

Lögð fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og Sorporku ehf. um rekstur sorpbrennslustöðvar. Einnig lögð fram kynning á 1 megawatta sorpbrennslustöð frá Ferropower
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur ekki tímabært að skrifa undir viljayfirlýsingu að svo stöddu og telur þörf á frekari greiningu og gagnaöflun.

4.Fráveita Ísafjarðarbæjar - Olíumengun á Flateyrarodda - 2024050098

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 22. maí 2024, vegna olíumengunar á Flateyrarodda, ásamt samantekt frá Gesti Guðjónssyni hjá Olíudreifingu í bréfi dags. 28. maí 2024, um hvernig meðhöndla skuli jarðveginn í framhaldi
Lagt fram til kynningar.

5.Neysluvatnssýni 2024 - 2024050035

Á 1285. fundi bæjarráðs, þann 27. maí 2024, varu lagðar fram niðurstöður sýnatakna Heilbrigðiseftirlits á Flateyri og á Ísafirði, vatnið stenst gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001.

Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og bókaði eftirfarandi:

„Í ljósi atburða síðustu helgar um grjótskriðu sem féll í vatnsból Flateyrar vill bæjarráð árétta að búið er að óska eftir nýrri sýnatöku frá Heilbrigðiseftirliti, en umrædd sýnataka er frá lok apríl.“
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?