Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
146. fundur 23. apríl 2024 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Gauti Geirsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar hverfisráðs Önunarfjarðar frá fundi sem haldinn var 8. apríl 2024, auk lista frá hverfisráðinu vegna fegrunar bæjarkjarna.

Jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar hverfisráðs Súgandafjarðar frá fundi sem haldinn var 9. apríl 2024, þar sem finna má lista frá hverfisráðinu vegna fegrunar bæjarkjarna.

Eins lagt fram til kynningar erindi stjórnar hverfisráðs á Þingeyri um tillögur að sumarstörfum 2024.

Á 1280. fundi bæjarráðs var málinu vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni nefndar falið að ræða við forstöðumann áhaldahússins um verkefni sumarsins.

2.Tjaldsvæði á Suðureyri - 2024040102

Lagt fram erindi Þóru Kristínar Bergsdóttur varðandi möguleika á tjaldsvæði við Túngötu á Suðureyri.
Skipulag svæðisins er í endurskoðun og starfsmanni nefndar falið að ræða við bréfritara.

3.Innleiðing á nýju regluverki í sorpmálum - Borgað þegar hent er - 2022060100

Lagðar fram til kynningar þrjár kynningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar 10. apríl 2024, frá uppgjörsfundi Sambandsins vegna innleiðingu „Borgað þegar hent er.“
Lagt fram til kynningar.

4.Vinnuhópur um svæðisáætlun um úrgang og framkvæmdaráð Earthcheck - 2023110111

Lagt fram minnisblað Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, varðandi stöðuna á Earth Check verkefninu á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar. Nefndarmenn óska eftir kynningu á Earth Check frá verkefnastjóra Vestfjarðastofu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?