Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
145. fundur 12. apríl 2024 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Gauti Geirsson varamaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - breyting 16. gr. 2024 - 2024020165

Á 1276. fundi bæjarráðs, þann 11. mars 2024, var lögð fram til samþykktar tilllaga að breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs, en breytingin felur í sér breytingu á gjalddtökuákvæði 16. gr. samþykktarinnar, skv. minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. mars 2024.

Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar breytingum á samþykkt um meðhöndlun úrgangs til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Sláttur opinna svæða 2024 - útboð - 2023110022

Lögð fram drög að útboðsgögnum nýs útboðs á slætti opinna svæða í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar drögum að útboði til umfjöllunar í bæjarráði.

3.Sorpmál - eftirlit og skýrslur 2024 - 2024010050

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, dags. 18. mars 2024, um lífúrgang í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að vera í samskiptum við verktaka. Nefndin leggur áherslu á að verklag sé í samræmi við verklýsingu verksamnings.

4.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013

Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna rekstrarúboðs tjaldsvæðisins í Tungudal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar drögum að rekstrarútboði tjaldsvæðisins í Tungudal til umfjöllunar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?