Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dagsett 14. febrúar 2024, um útboð á rekstri tjaldsvæðisins í Tungudal.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að hefja vinnu við útboðsgögn vegna Tjaldsvæðisins í Tungudal og leggja fyrir nefnd, ásamt gæðahandbók tjaldsvæða.
2.Sorpmál - eftirlit og skýrslur 2024 - 2024010050
Lögð fram gögn frá Kubbi ehf. um jarðgerð fyrirtækisins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að heimsækja verktaka og kynna sér jarðgerðarferlið. Starfsmanni falið að vera í sambandi við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi valmöguleika í jarðgerð.
3.Snjósöfnun Ísafjarðarbæjar á íþróttasvæðinu Torfnesi - 2024020118
Lagt fram minnisblað Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, varðandi snjósöfnun við íþróttasvæðið á Torfnesi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að ræða við forstöðumann áhaldahúss um mögulegar lausnir og losunarstaði.
4.Ársfundur náttúruverndarnefnda - 2024020133
Lagður fram tölvupóstur frá Davíði Örvari Hanssyni hjá Umhverfisstofnun um ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður á Ísafirði 21. mars.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?