Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
142. fundur 13. febrúar 2024 kl. 09:30 - 10:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Niðurstöður sýnatöku vatnsveitu 2023 - 2023120008

Lagðar eru fram niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, vegna sýnatöku neysluvatns á Þingeyri og Flateyri.

Sýnataka fór fram þann 5. des. sl., og stenst vatn gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001.
Lagt fram til kynningar.

2.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 6. febrúar 2024, um útboð á rekstri tjaldsvæða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd, óskar eftir tillögum frá starfsmanni nefndar um útfærslu á tímalengd samnings, ásamt minnisblaði um tillögur að útfærslu á mögulegri uppbyggingu og ákvæðum sem snúa að samningslokum.

3.Efnisnámur í Ísafjarðarbæ - 2024010016

Lagt fram minnisblað Axels. R. Överby sviðsstjóra og Smára Karlssonar verkefnisstjóra, dags. 12.febrúar 2024 um Dagverðardalsnámu.
Umhverfis- og framkvæmdaáætlun óskar eftir frágangsáætlun vegna lokunar eldri hluta Dagverðardalsnámu. Jafnframt að öryggismál umhverfis námu verði rædd við verktaka.

4.Innfylliefni á sparkvöllum - 2024020045

Lögð fram gögn varðandi innfylliefni á sparkvöllum í Ísafjarðarbæ ásamt úrbótaáætlun útgefinni af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Starfsmanni nefndar falið að vinna áætlun um að skipta út dekkjakurli á sparkvöllum í Ísafjarðarbæ.

5.Oddavegur 5, Flateyri. Lóðarleigusamningur vegna sölu - 2023100004

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 7. febrúar 2024, varðandi Oddaveg 5 á Flateyri.
Umhverfis- og mannvirkjanefnd leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að lóðarleigusamningur verði ekki endurnýjaður fyrr en niðurstöður úr jarðvegssýnatöku liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?