Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
141. fundur 12. janúar 2024 kl. 10:15 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sorpmál - eftirlit og skýrslur 2024 - 2024010050

Sigurður Óskarsson og Unnar Hermannsson frá Kubbi ehf. koma til fundar að ræða framkvæmd verksamnings Ísafjarðarbæjar og Kubbs ehf.
Nefndin þakkar starfsmönnum Kubbs ehf. fyrir fundinn til að ræða framkvæmd verksamnings.

Nefndin felur starfsmanni nefndar að kalla eftir frekari upplýsingum og leggja fyrir næsta fund.

2.Sláttur opinna svæða 2024 - 2023110022

Lagt fram minnisblað umhverfis- og eignasviðs um tilhögun útboðs á slætti á opnum svæðum í sveitarfélaginu.
Nefndin leggur til að útboði verði skipt upp eftir byggðakjörnum.

3.Efnisnámur í Ísafjarðarbæ - 2024010016

Lagt fram minnisblað umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. janúar 2024, um efnisnámur í sveitarfélaginu.
Nefndin leggur áherslu á að gengið sé frá námusvæðum sem hætt er að nýta í samræmi við samninga. Nefndin leggur til sameiginlegan fund með skipulags- og mannvirkjanefnd um framtíð náma í Skutulsfirði.

4.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013

Umræður um útboð tjaldsvæða í Tungudal í Skutulsfirði og á Flateyri.
Nefndin leggur til að skoðað verði að bjóða út rekstur tjaldsvæða til lengri tíma. Starfsmanni falið að taka saman gögn um reynslu annarra sveitarfélaga af lengri verksamningum.

5.Mjósund - hreinsun jarðvegs - 2023110072

Lagt fram bréf Olíudreifingar, dags. 4. janúar 2024, varðandi skil á lóðum við Mjósund á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?