Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalstræti 26 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2023100096
Lögð er fram tilkynning Illuga Örvars Sólveigarsonar f.h. Sjóvár, vegna framkvæmda tengdum rampi við inngangsdyr hússins. Ástæða framkvæmdarinnar er til að bæta aðgengi fatlaðra að skrifstofum fyrirtækisins.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Eflu er sýna umfang framkvæmdanna.
Þar sem umrædd framkvæmd er utan lóðamarka er óskað álits og umfjöllunar nefndarinnar. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að þörf er á heildstæðri stefnu sveitarfélagsins í aðgengismálum.
Erindinu er vísað til umræðu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Eflu er sýna umfang framkvæmdanna.
Þar sem umrædd framkvæmd er utan lóðamarka er óskað álits og umfjöllunar nefndarinnar. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að þörf er á heildstæðri stefnu sveitarfélagsins í aðgengismálum.
Erindinu er vísað til umræðu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar og fellst á umsókn Sjóvár.
2.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 18.9. 2023 um framlengingu á verksamningi vegna sorphirðu og -förgunar. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 29.9. 2023 og var afgreiðslu málsins frestað. Er það nú lagt fram að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir viðauka við verksamning um sorphirðu með þeim breytingum sem fram koma í framlögðu minnisblaði og vísar málinu til bæjarráðs.
3.Sláttur opinna svæða 2024 - 2023110022
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviðs, og Sighvats Jóns Þórarinssonar, garðyrkjustjóra, dags. 20.11. 2023 um breytingar á slætti á opnum svæðum.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni falið að kalla eftir ábendingum hverfisráða.
4.Sorpbrennsla í Ísafjarðarbæ - 2023110019
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 20.11. 2023 um magn brennanlegs úrgangs á norðanverðum Vestfjörðum ásamt kostnaðarmati á akstri og urðun úrgangsins.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni falið vinna málið áfram og kanna áhuga nágrannasveitarfélagana á aðkomu að verkefninu.
5.Stjórnunar- og verndaráætlun Dynjanda - endurskoðun - 2023110123
Lagt fram bréf frá Umhverfisstonun, dags. 9. nóvember 2023, þar sem upplýst er um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda. Einnig er lögð fram samráðsáætlun.
Gert er ráð fyrir að formlegt kynningarferli endurskoðunarinnar hefjist í janúar 2024 og að lokaútgáfa stjórnunar og verndaráætlunar verði tilbúin fyrir árslok 2024.
Gert er ráð fyrir að formlegt kynningarferli endurskoðunarinnar hefjist í janúar 2024 og að lokaútgáfa stjórnunar og verndaráætlunar verði tilbúin fyrir árslok 2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá sorphirðu. Ekki er um að ræða hækkun gjalda. Framlögð gjaldskrá endurspeglar betur tæknilegar útfærslur sem eru í boði í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir endurskoðaða gjaldskrá og vísar gjaldskránni til bæjarráðs.
Nefndin leggur til að sorpsamþykkt Ísafjarðarbæjar verði breytt á þann veg að skrefgjald miðist við 10 metra í stað 15 metra í núgildandi samþykkt.
Nefndin leggur til að sorpsamþykkt Ísafjarðarbæjar verði breytt á þann veg að skrefgjald miðist við 10 metra í stað 15 metra í núgildandi samþykkt.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?