Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sorpbrennsla í Ísafjarðarbæ - 2023110019
Kynning á möguleikum á sorpbrennslustöð í Ísafjarðarbæ. Bragi Már Valgeirsson, Már Erlingsson og Stefán Guðsteinsson mæta til fundar í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu. Starfsmanni nefndar er falið að taka saman gögn um magntölur brennanlegs úrgangs.
2.Samþykkt um fráveitu - breytingar 2023 - 2023100136
Lögð fram til samþykktar uppfærð samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ, í kjölfar breytingar á álagningu og innheimtu, skv. gjaldskrá sem tekur gildi 1. janúar 2024.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir uppfærða samþykkt um fráveitu og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
3.Tjaldsvæði Tunguskógi - Uppsögn á samning - 2023100081
Lagður fram tölvupóstur Gauts Ívars Halldórssonar, f.h. G.Í.H. ehf., þar sem óskað er eftir að samningi fyrirtækisins við Ísafjarðarbæ um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði sagt upp.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að taka saman útboðsgögn vegna nýs útboðs á rekstri tjaldsvæðisins í Tungudal.
4.Varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi - 2023110012
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 1. nóvember 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2023, „Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.“
Umsagnarfrestur er til og með 15.nóvember 2023.
Umsagnarfrestur er til og með 15.nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Gangstéttir 2023 - 2023070063
Lagðar fram niðurstöður könnunar á ástandi gangstétta í sveitarfélaginu ásamt forgangsröðun framkvæmda.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni nefndar falið að leggja fram tillögu að framkvæmdum næsta árs.
6.Sláttur opinna svæða 2024 - 2023110022
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra á umhverfis- og eignasviði, um slátt opinna svæða í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?