Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umferðaröryggi á Suðureyri - 2023060041
Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. júní 2023, vegna umferðaröryggismála við grunnskólann á Suðureyri.
Bæjarráð lagði áherslu á að tryggja aðkomu íbúa gagnvart tillögum um skipulagsbreytingar við Túngötu og að tryggja sem best öryggi barna í kringum skólann og vísaði málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Er nú lögð fram umsögn skólstjóra grunnskólans og leikskólans á Suðureyri.
Bæjarráð lagði áherslu á að tryggja aðkomu íbúa gagnvart tillögum um skipulagsbreytingar við Túngötu og að tryggja sem best öryggi barna í kringum skólann og vísaði málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Er nú lögð fram umsögn skólstjóra grunnskólans og leikskólans á Suðureyri.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að gera hluta Túngötu á Suðureyri að vistgötu.
2.Mannlíf, byggð og bæjarrými - vinnslutillaga - 2023080047
Á 1251. fundi bæjarráðs, þann 21. ágúst 2023, var lögð fram til kynningar vinnslutillaga Skipulagsstofnunar, dags. 19. júní 2023, en Skipulagsstofnun og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að þróun leiðbeininga um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli. Leiðbeiningarnar eru birtar til kynningar til loka október þar sem hagaðilum og almenningi gefst kostur á að kynna sér efni þeirra og senda inn athugasemdir og ábendingar.
https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/mannlif-byggd-og-baejarrymi-leidbeiningar-um-sjalfbaert-skipulag-og-vistvaenar-samgongur-1?fbclid=IwAR31fW9vg6cL_QJjsL6yCShoDSr4FmKqIEA0tHOHDl6d4nXCDvTl7lqtqWQ
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/mannlif-byggd-og-baejarrymi-leidbeiningar-um-sjalfbaert-skipulag-og-vistvaenar-samgongur-1?fbclid=IwAR31fW9vg6cL_QJjsL6yCShoDSr4FmKqIEA0tHOHDl6d4nXCDvTl7lqtqWQ
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.
3.Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Lagður fram tölvupóstur Védísar Geirsdóttur, yfirbókara, um greiningu á því hvaða deildir innan Ísafjarðarbæjar hefðu keypt þjónustu af Þjónustumiðstöð árin 2021-2023.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021
Á 1254. fundi bæjarráðs var lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, sem haldinn var 7. september 2023. Jafnframt lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024, og gjaldskrár ársins 2024.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og fól bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna þeirra atriða sem rædd voru á fundinum.
Fundargerð var send umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar, og er nú lögð hér fram til kynningar.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og fól bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna þeirra atriða sem rædd voru á fundinum.
Fundargerð var send umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar, og er nú lögð hér fram til kynningar.
Fundagerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að þríhliða samkomulag verktaka, Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um verklag vegna númerslausra bíla verði undirritað hið fyrsta.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að þríhliða samkomulag verktaka, Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða um verklag vegna númerslausra bíla verði undirritað hið fyrsta.
5.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 - 2022050009
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 11. september 2023 um stöðu framkvæmda hjá Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?