Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
134. fundur 28. júní 2023 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 12. maí 2023, var lagt fram minnisblað Smára Karlssonar dags. 3. maí 2023, þar sem lagt var til að framlengja verksamning Ísafjarðarbæjar við Kubb ehf. um að nýta framlengingarákvæði. Nefndin fól starfsmanni að ganga frá framlengdum verksamningi á milli aðila, í samræmi við minnisblað.

Með hliðsjón af fyrri bókun nefndar er kynntur viðauki við samning um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við verksamning vegna hirðingu sorps í sveitarfélaginu, um tveggja ára framlengingu.

2.Göngugata í Hafnarstræti - 2023060043

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 9. júní 2023, varðandi tilraunaverkefni um að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum þar sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum.

Bæjarráði hugnast best hugmyndir um göngugötu um Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg, milli kl. 9 og 15, miðað við 5000 manna farþegadaga, að teknu tilliti til akstursheimildar vegna vörulosunar og aksturs fatlaðra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga samráð við verslunareigendur í miðbænum vegna málsins. Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í hugmyndir um að bæta umferðaröryggi óvarinnar umferðar á álagstímum, nefndin felur bæjarráði að útfæra hugmyndir m.t.t. fjölda farþega og daga.

3.Grenjavinnsla 2023 - refa - og minkaveiði - 2023050028

Lögð fram áætlun um refaveiðar frá Umhverfisstofnun vegna veiða áranna 2023-2025, ásamt samningi við stofnunina um refaveiðar í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar samningi til umræðna bæjarráði.

4.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Kynnt þríhliða samkomulag milli Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og verktaka um hirðingu ökutækja og málsmeðferð.
Nefndin felur starfsmanni að ganga frá samkomulagi á milli aðila sem fyrst, svo hreinsun geti hafist.

5.Borgartunnan - Útfærslur á flokkun í þéttbýli - 2023060050

Kynntar útfærslur af flokkunartunnum, svo kölluðum Borgartunnum. Í þeim eru hólf sem eru skipt upp eftir tegund úrgangs, sbr. breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).
Nefndin felur starfsmanni að gera þarfagreiningu og kostnaðarmat.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?