Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Almenningssamgöngur - útboð 2017 - 2016040042
Kynnt vinnugögn VSÓ, vegna útboðs almenningssamgangna og skólaaksturs í Ísafjarðarbæ, um er að ræða drög að leiðaráætlun og möguleg útboðsform.
Kynnt vinnugögn.
2.Tröppusía, hreinsivirki á Flateyri - 2023060030
Lögð fram gögn til kynningar vegna innkaupa á hreinsivirki við fráveitukerfi á Flateyrarodda. Um er að ræða samskonar stöð og hefur verið sett upp t.a.m. í Vogum, Hólmavík og Dalabyggð.
Stöðinni er ætlað að fjarlægja allan úrgang sem ekki telst lífrænn s.s. plast, hreinsiklúta o.þ.h.. Bæjarráð fjallaði um erindið og samþykkti tillögu sviðsstjóra um kaup á umræddri stöð.
Stöðinni er ætlað að fjarlægja allan úrgang sem ekki telst lífrænn s.s. plast, hreinsiklúta o.þ.h.. Bæjarráð fjallaði um erindið og samþykkti tillögu sviðsstjóra um kaup á umræddri stöð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar tímamótum í fráveitumálum og leggur áherslu á frekari úrbætur í sveitarfélaginu. Nefndin leggur jafnframt áherslu á vandaðan frágang við hreinsivirkið.
3.Kríuvarp í Tunguhverfi - 2023040094
Á 1243. fundi bæjarráðs þann 5. júní 2023, var lagt fram bréf Sigurðar Halldórs Árnasonar f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, og Snorra Sigurðarsonar f.h. Náttúrufræðistofnunar Íslands, dagsett 31. maí 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er boðin aðstoð vegna kríuvarps í botni Skutulsfjarðar.
Bæjarráð þakkaði erindið og vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Við undirbúning máls þessa var reynt að velja sem vægasta leið til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutlsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess. Þá skal áréttað að fjaran fyrir neðan Skutulsfjarðarbraut er á Náttúruminjaskrá (atriði nr. 317) og er því ekki valkostur að hrófla við landi þar, þrátt fyrir tillögur í bréfi Nave og Náttúrufræðistofnunar. Þá skal jafnframt bent á að umrætt svæði er skipulagt sem byggingaland, og er fyrirhuguð úthlutun á næstunni. Mikilvægt er því að finna kríunni góðan stað til framtíðarvarps í sveitarfélaginu.
Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave vegna málsins.
Bæjarráð þakkaði erindið og vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Við undirbúning máls þessa var reynt að velja sem vægasta leið til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutlsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess. Þá skal áréttað að fjaran fyrir neðan Skutulsfjarðarbraut er á Náttúruminjaskrá (atriði nr. 317) og er því ekki valkostur að hrófla við landi þar, þrátt fyrir tillögur í bréfi Nave og Náttúrufræðistofnunar. Þá skal jafnframt bent á að umrætt svæði er skipulagt sem byggingaland, og er fyrirhuguð úthlutun á næstunni. Mikilvægt er því að finna kríunni góðan stað til framtíðarvarps í sveitarfélaginu.
Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave vegna málsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Sigurði Halldóri Árnasyni fyrir innsent erindi, jafnframt leggur nefndin áherslu á frekara samstarf vegna verndunar og friðunar á kríu og öðrum tegundum varpfugla.
4.Kríuvarp í Tunguhverfi - 2023040094
Lagt fram bréf frá Fuglavernd dags. 5. júní 2023, þar sem komið er á framfæri áhyggjum af aðgerðum Ísafjarðarbæjar í kríuvörpum, sem lýst hefur verið í fjölmiðlum undanfarið og hafa það að markmiði að fæla kríu úr varplöndum nálægt byggð.
Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs þann 12. júní sl. þar sem eftirfarandi var bókað
„Bæjarráð þakkar erindið og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Við undirbúning máls þessa var reynt að velja vægustu leiðina til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutlsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin á að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess.
Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og verður áfram, og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave, auk Fuglaverndar vegna málsins.“
Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs þann 12. júní sl. þar sem eftirfarandi var bókað
„Bæjarráð þakkar erindið og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Við undirbúning máls þessa var reynt að velja vægustu leiðina til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutlsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin á að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess.
Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og verður áfram, og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave, auk Fuglaverndar vegna málsins.“
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Fuglavernd fyrir innsent erindi, jafnframt leggur nefndin áherslu á frekara samstarf vegna verndunar og friðunar á kríu og öðrum tegundum varpfugla.
5.Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg í sveitarfélaginu - 2023020152
Lagður fram tölvupóstur dags. 13. apríl 2023 frá G. Stellu Árnadóttur hjá Umhverfisstofnun, þar sem eru kynntar breytingar á boðun reglubundins eftirlits og ný gjaldskrá Umhverfisstofnunar skv. meðfylgjandi skjölum.
Rekstraraðilar eru beðnir um að kynna sér þessi skjöl og hefur nýtt fyrirkomulag nú þegar tekið gildi.
Jafnframt er kynntur nýr gagnagrunnur stofnunarinnar um mengaðan jarðveg og verður skjalið kynnt í reglubundnum eftirlitum ársins.
Rekstraraðilar eru beðnir um að kynna sér þessi skjöl og hefur nýtt fyrirkomulag nú þegar tekið gildi.
Jafnframt er kynntur nýr gagnagrunnur stofnunarinnar um mengaðan jarðveg og verður skjalið kynnt í reglubundnum eftirlitum ársins.
Lagt fram.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Á 1239. fundi bæjarráðs, þann 2. maí 2023, var lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 17. apríl 2023, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, „Grænbók um sjálfbært Ísland.“ Umsagnarfrestur er til og með 29. maí 2023.
Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áhersu á að ríkið þurfi að leggja málaflokknum til fé og aðstoða minni sveitarfélög í aðlögunarferli, að öðru leiti fagnar nefndin þessum tímamótum.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Á 1239. fundi bæjarráðs var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 27. apríl 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 88/2023, „Tillögur vinnuhóps um stefnumótun um lengri gönguleiðir.“ Umsagnarfrestur er til og með 18. maí 2023.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og framvæmdanefnd.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og framvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001
Á 1243. fundi bæjarráðs, þann 5. júní 2023, var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 30. maí 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 103/2023, Sameining stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Umsagnarfrestur er til og með 13.06.2023.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Nefndin leggur áherslu á að það verði staðið vörð um þær starfsstöðvar sem eru á Vestfjörðum, og telur mikilvægt að starfsemi stofnana sem sameiningin nær til verði styrkt og þau sóknarfæri sem skapast við sameiningu verði nýtt.
9.Skógræktarfélag Íslands - erindi vegna skógræktar á Íslandi - 2023050178
Lagt fram erindi stjórnar Skógræktarfélags Íslands, dagsett 22. maí 2023, vegna upplýsinga sem andstæðingar skógræktar hafa sent sveitarfélögum, og Skógræktarfélag Íslands telur byggðar á rangfærslum.
Lagt fram til kynningar
10.Drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna - Umsagnarbeiðni - 2023060008
Lagður fram tölvupóstur dags. 1. júní 2023, frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar á drögum að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlenda.
Umsagnarfrestur er til og með 15.06.2023
Umsagnarfrestur er til og með 15.06.2023
Lagt fram til kynningar
11.Ágangur búfjár - erindi til sveitarstjórna - 2023020056
Lagt fram til kynningar bréf forsvarsmanna umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár, dagsett 4. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við minnisblað sambandsins um réttarstöðu sveitarfélaga vegna ágangs búfjár, sem sent var sveitarfélögum 3. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar
12.Umferðaröryggi á Suðureyri - 2023060041
Á fundi bæjarráðs nr. 1244 var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu og fjárálasviðs dags. 9. júní 2023 vegna umferðaröryggismála við grunnskólann á Suðureyri. Jafnframt bókaði bæjarráð eftirfarandi
„Bæjarráð leggur áherslu á að tryggja aðkomu íbúa gagnvart tillögum um skipulagsbreytingar við Túngötu og að tryggja sem best öryggi barna í kringum skólann og vísar málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.“
„Bæjarráð leggur áherslu á að tryggja aðkomu íbúa gagnvart tillögum um skipulagsbreytingar við Túngötu og að tryggja sem best öryggi barna í kringum skólann og vísar málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.“
Nefndin óskar eftir umsögn skólastjórnenda vegna óska hverfisráðs um breytingar á akstri.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Dagur Elí Ragnarsson, sumarstarfsmaður tæknideildar sat fundinn.