Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fegrun Ísafjarðarbæjar 2023 - 2023050053
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs (og tengiliðs hverfisráðanna), dags. 8. maí 2023, vegna ábendinga hverfisráða um fegrun bæjarkjarna sumarið 2023.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar hverfisráðum fyrir þarfar ábendingar. Garðyrkjustjóra er veitt heimild til grisjunar grenitrjá í Jónsgarði. Starfsmanni nefndar falið að hafa samband við Björgunarfélag Ísafjarðar um færslu á auglýsingaskilti við Pollgötu og jafnframt er starfsmanni falið að ræða við hverfisráð um útfærslu á ábendingum þeirra.
Gestir yfirgáfu fund kl. 10:45
Gestir
- Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari - mæting: 10:00
- Sighvatur Jón Þórarinsson, garðyrkjufulltrúi - mæting: 10:00
- Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður áhaldahúss - mæting: 10:00
2.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 3. maí 2023, þar sem lagt er til að framlengja verksamning Ísafjarðarbæjar við Kubb ehf. um sorphirðu og förgun með nýjum ákvæðum. Þann 6. mars fól bæjarráð bæjarstjóra að ræða við Kubb ehf. um að nýta framlengingarákvæði gildandi verksamnings.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að ganga frá framlengdum verksamningi Ísafjarðarbæjar og Kubbs ehf. í samræmi við minnisblað og leggja fyrir bæjarráð.
3.Gönguleiðir á hafnarsvæði - 2023050054
Lagður fram tölvupóstur Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- eignasviðs, dags. 4. maí 2023, þar sem kynnt er hugmynd að gönguleið á hafnarsvæðinu á Ísafirði. Von á er miklum fjölda ferðamanna með skemmtiferðaskipum í sumar og mikilvægt að afmarka gönguleiðir með skýrum hætti til að tryggja öryggi vegfarenda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd líst vel á hugmyndir um gönguleiðir á hafnarsvæði en ítrekar að um hafnarsvæði er að ræða og leggur til að hafnarstjórn fjalli um málið.
4.Grenndarstöðvar í Ísafjarðarbæ - 2023050059
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 9. maí 2023, um grenndarstöðvar í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að hefja undirbúning á kaupum á grenndarstöðvum. Nefndin leggur áherslu á að grenndarstöðvar verði í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins.
5.Grenjavinnsla 2023 - refa - og minkaveiði - 2023050028
Lögð fram drög að samningi við Félag refa- og minkaveiðimanna Ísafjarðarbæ um refaveiðar í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að samningi um refaveiðar í sveitarfélaginu með breytingum á 2. mgr. 4. gr. samningsins.
Valur Richter og Bernharður Guðmundsson viku af fundi við afgreiðslu þessa máls.
6.Skipulag skógræktar - 2023050078
Lagt fram bréf Sveins Runólfssonar, fh. félagasamtakanna Vina íslenskrar náttúru, um skipulag skógræktar á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?