Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
131. fundur 19. apríl 2023 kl. 10:10 - 10:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088

Lagt fram erindi Gauta Geirssonar, f.h. Hreinni Hornstranda, þar sem óskað er eftir samstarfi Ísafjarðarbæjar við hreinsun á Hornströndum sumarið 2023.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum sumarið 2023 enda sé gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun 2023.

2.Life - Fráveitumál - 2023040051

Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs kynnir umsóknarferli í LIFE sjóð Evrópusambandsins vegna umsóknar vinnuhóps Umhverfisstofnunar í sjóð sambandsins vegna vatna- og fráveitumála.
Lagt fram til kynningar.

3.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020

Lagt fram bréf Sigríðar L. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Kubbs ehf., dags. 5. apríl 2023, þar sem Kubbur lýsir sig tilbúinn til að framlengja núgildandi verksamning um sorphirðu- og förgun. Í bréfinu er farið fram á breytingu á verksamningnum sem lýtur að sérsöfnun á plasti.

Bæjarráð bókaði þann 6. mars að fela bæjarstjóra að ræða við Kubb um að nýta núverandi framlengingarákvæði verksamnings.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að hefja viðræður við Kubb um hirðingu á endurvinnsluplasti.

4.Stóri plokkdagurinn 2023 - 2023040070

Lagður fram tölvupóstur frá Einari Bárðasyni hjá plokk.is dags. 13. apríl 2023 þar sem sveitarfélög eru hvött til þátttöku t.a.m. með því að auglýsa viðburði og leiðbeina íbúum með frágang, flokkun og urðun eftir plokkun á rusli í sínu nærumhverfi. Eftir vindasaman vetur er plast og rusl útum allt í kringum þéttbýli og áríðandi að það komist úr umhverfinu áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna.
Stóri plokkdagurinn fer fram 30. apríl 2023.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að ræða við forstöðumann þjónustumiðstöðvar um aðkomu bæjarins að plokkdeginum 2023.

5.Skjólbelti í Tunguhverfi - 2023040071

Lagt fram erindi Sighvats Jóns Þórarinssonar, garðyrkjufulltrúa, þar sem lögð er til gróðursetning skjólbeltis við Tunguhverfi í Skutulsfirði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar frumkvæði íbúa og nefndin leggur til að hafinn verði undirbúningur að gróðursetningu skjólbeltis í Tunguhverfi.
Fylgiskjöl:
Valur Richter yfirgaf fund undir þessum lið dagskrár, kl. 10:43.

6.Grenjavinnsla 2022 - refa- og minkaveiði - 2022060002

Lögð fram tillaga Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, formanns umhverfis- og framkvæmdanefndar um að ákvarðanatöku í málaflokknum verði vísað til bæjarráðs sökum vanhæfis nefndarmanna.
Umhverfis og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera nýjan samning við Félag refa- og minkaveiðimanna og við Búnaðarfélagið Bjarma.
Valur Richter kemur aftur inn á fundinn.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?