Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 27.2 2023 varðandi útboð á sorphirðu og -förgun í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar minnisblaði verkefnastjóra umhverfis- og eignasviðs til umræðu í bæjarráði.
2.Ágangur búfjár - erindi til sveitarstjórna - 2023020056
Á 1230. fundi bæjarráðs, þann 13. febrúar 2023, var lagður fram til kynningar tölvupóstur Flosa Hrafns Sigurðssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 6. febrúar 2022, ásamt minnisblaði Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, dagsettu 3. febrúar 2022, um ágang búfjár.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og fjallskilanefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og fjallskilanefnd.
Lagt fram til kynningar.
3.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028
Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 28.2 2023, um númerslausa bíla í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að vinna málið áfram og leggja fram staðsetningu fyrir geymsluport og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.
4.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Lögð fram „Fyrirspurn um matsskyldu, vegna eflingar ofanflóðavarna við Flateyri.“ Skýrslan er unnin af Verkís ehf. dags. 1. febrúar sl. ásamt afstöðumynd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd. Nefndin telur að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskyld þar sem svæðið er í heild manngert og raskað.
5.Verkefni um innleiðingu hringrásarhagkerfis - 2021020031
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Eygerðar Margrétardóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 8. desember 2022, ásamt greinargerð í tengslum við átakið „Samtaka um hringrásarhagkerfi“ sem sambandið hefur staðið fyrir frá því í mars með aðstoð umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021
Lögð fram til kynningar fundargerð 142. fundar heilbrigðsnefndar Vestfjarðasvæðis, en fundur var haldinn 2. febrúar 2023, auk ársreiknings 2022 og greiðsluyfirlits 2023 vegna kaupa á bifreið.
Erindið var tekið fyrir á 1229. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 6. febrúar 2023, og var vísað þaðan til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Er fundargerð, ársreikningur og greiðsluyfirlit nú kynnt.
Erindið var tekið fyrir á 1229. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 6. febrúar 2023, og var vísað þaðan til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Er fundargerð, ársreikningur og greiðsluyfirlit nú kynnt.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?