Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
127. fundur 09. desember 2022 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs 2023 - 2022110123

Lögð fram til samþykktar samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Einnig lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir sorphirðu og -förgun og minnisblað Eddu Maríu Hagalín fjármálastjóra.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða gjaldskrá fyrir sorphirðu og -förgun. Nefndin leggur til að gjaldskrá verði tekin til endurskoðunar í vor þegar reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag.

Gestir

  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingarfulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri

2.Fatagámar Rauða krossins á Ísafirði ásamt pökkunargám - 2022110114

Lagður fram tölvupóstur frá Dagnýju Einarsdóttur f.h. Rauða krossins á Ísafirði, dags. 27. nóvember 2022 þar sem farið fram á aðkomu sveitarfélagsins vegna 2-3 söfnunargáma ásamt pökkunaraðstöðu t.d. í 20 feta gámi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur formanni og starfsmanni nefndar að ræða við bréfritara og leita lausna á aðstöðuleysi fatasöfnunar Rauða krossins.

3.Almennningssamgöngur útboð 2023 - 2022120018

Lögð fram tímalína vegna útboðs almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ. Samningur við verktaka rennur út 1. júní 2023.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir umsögnum hverfisráða og skólayfirvalda um leiðarval og tímatöflu leiðaáætlana.

4.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. Endurskoðun - 2022080053

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, um endurskoðun á vetrarþjónustu Ísafjarðarbæjar. Einnig lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara vegna endurskoðunar á vetrarþjónustu á Suðureyri.
Máli frestað til næsta fundar.

5.Grenjavinnsla 2022 - refa- og minkaveiði - 2022060002

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 5.12. 2022, þar sem farið er yfir stöðu á grenjavinnslu og minkaveiðum í sveitarfélaginu.
Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?