Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
114. fundur 22. desember 2021 kl. 10:45 - 11:15 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samningur um sorp 2022 - 2026 - 2021060034

Lagt fram minnisblað Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 16. nóvember 2021, um sorpmál, vegna óska Terra ehf., um framlengingu á sorpsamningi við Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila framlengingu á samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ, til tveggja ára, sbr. framlengingarákvæði í kafla 0.1.4, í undirrituðum verksamningi. Framlenging skal öðlast gildi 1. janúar 2022.

Nefndin óskar jafnframt eftir fundi við framkvæmdaaðila í janúar 2022.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?