Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021, um frumathugun Hjúkrunarheimilisins Eyrar, fjórða áfanga.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd á 1161. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd á 1161. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Lagt fram.
2.Tillögur að áætlunum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfisskýrslu - 2021100097
Lagt fram bréf Kolbeins Árnasonar f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 22. október 2021, þar sem kynnt er að tillögur að áætlunum að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu burðarþolsmats og áhættumats erfðablöndunar á Austfjörðum og Vestfjörðum, hafi verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Jafnframt lögð fram fylgiskjölin sem birt eru í samráðsgáttinni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni umhverfis- og eignasviðs að vinna málið áfram.
Steinunn Guðný Einarsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.
3.Sorpmál 2018 - útboð 2017 - 2016090021
Arngrímur Sverrisson hefur f.h. Terra óskað eftir framlengingu á sorpsamningi Terra við Ísafjarðarbæ, verksamningur var undirritaður 8. desember 2017.
Fylgigögn eru tölvupóstur frá Arngrími Sverrissyni dags. 1. nóv 2021 og undirritaður verksamningur dags. 8. des. 2017.
Fylgigögn eru tölvupóstur frá Arngrími Sverrissyni dags. 1. nóv 2021 og undirritaður verksamningur dags. 8. des. 2017.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að núgildandi samningur verði rýndur með hliðsjón af breytingu á lögum á hollustuháttum og mengunarvörnum, nr. 7/1998.
Steinunn Guðný Einarsdóttir mætti aftur til fundar 8:37 undir þessum lið.
4.Framkvæmdaáætlun 2021 - 2021110026
Lögð fram fjárfestingar og framkvæmdaáætlun ársins 2021, um er að ræða stöðu fjárfestinga frá janúar til september.
Gögn lögð fram.
Anton Helgason mætir til fundar klukkan 9:00 undir þessum lið.
5.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028
Formanni heilbrigðisnefndar Vestfjarða og Antoni Helgasyni hjá Heilbrigðiseftirliti er boðið til fundar, vegna óska um aukið vinnuframlag frá Heilbrigðiseftirliti vegna númerslausra bíla í sveitafélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar verkefninu og telur það mjög brýnt. Nefndin leggur áherslu á að því verði komið á laggirnar fyrir árið 2022. Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir frekari gögnum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða vegna kostnaðar.
Fundi slitið - kl. 09:24.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?