Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
111. fundur 14. október 2021 kl. 10:00 - 10:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Á 1170. fundi bæjarráðs, þann 4. október 2021, voru lagðar fram gjaldskrár 2022, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. október 2021, um tillögur að breytingum á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.

Einnig lagt fram minnisblað Axels R. Överby, dags. 3. september 2021, er varðar gjaldskrá sorphirðu.

Bæjarráð vísaði gjaldskrá sorphirðu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari vinnslu, og kallaði jafnframt eftir frekari gögnum varðandi kostnað og tekjur af sorphirðu.
Í ljósi þess að málaflokkurinn hefur verið rekinn með halla undanfarin ár, og vegna þess að samningur við verktaka er bundinn við aðra vísitölu, er lagt til að hækka gjaldskrá um 9.85%. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2022.

2.Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu -til samráðs - 2021100016

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 184/2021 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Umsagnarfrestur er til og með 22.10.2021.
Umsagnir verða birtar í gáttinni jafnóðum og þær berast.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3053

Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Lagt fram til kynningar.

3.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Kynntur er tölvupóstur frá Pétri Blöndal dags. 17. sept. 2021, f.h. Iðnvers, vegna úrbóta í fráveitumálum.
Lagt fram til kynningar.

4.Funi Engidal - viðhald mannvirkis - 2021100033

Lagður er fram tölvupóstur frá Ralf Trylla dags. 6 sept. 2021.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið og leggur til að forsvarsmenn sorpmóttöku Funa í Engidal verði kallaðir til funda til að ræða úrbætur.

5.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028

Staða á verkferli vegna númeralausra bíla.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir fundi með Heilbrigðisnefnd Vestfjarða og að verkferlar varðandi geymslu og eyðingu á númeralausum bílum verði skýrir.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?