Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Tillaga að gjaldskrám fyrir umhverfis- og eignasvið 2022 vegna dýrahalds, áhaldahúss, tjaldsvæða, vatnsveitu, fráveitu og búfjáreftirlits lögð fram til samþykktar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár dýrahalds, áhaldahúss, tjaldsvæða, vatnsveitu, fráveitu og búfjáreftirlits.
2.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Tillaga að gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2022 lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að taka gjald vegna sorphirðu til skoðunar samhliða fasteignagjöldum.
3.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Lagðar fram tillögur hverfisráða vegna framkvæmdaáætlunar 2022-2032.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að uppfæra fjárfestingaráætlun í samræmi við athugasemdir og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til samþykktar.
4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Skipulagsfulltrúi kynnti vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2021-33 á 99. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þar sem nefndinni var falið að endurskoða og móta stefnu um umhverfis- og náttúruverndarmál.
Um er að ræða kafla um NÁTTÚRU OG SAMFÉLAG í greinargerðinni.
Um er að ræða kafla um NÁTTÚRU OG SAMFÉLAG í greinargerðinni.
Frestað.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?