Umhverfis- og framkvæmdanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Skipulagsfulltrúi kynnti vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2020-2032 á 99. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þar sem nefndinni var falið að rýna þá kafla sem fjalla um framkvæmdir og umhverfismál. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir er boðuð til fundar með umhverfis- og framkvæmdanefnd, vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
2.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Kynntar eru gjaldskrár umhverfis- og eignasviðs fyrir árið 2022. Umhverfis- og framkvæmdanefnd skal
taka afstöðu til gjaldskrár varðandi sorpmál, búfjáreftirlit, fráveitu, dýrahald, tjaldsvæði, vatnsveitu og áhaldahús.
taka afstöðu til gjaldskrár varðandi sorpmál, búfjáreftirlit, fráveitu, dýrahald, tjaldsvæði, vatnsveitu og áhaldahús.
Gjaldskrár ræddar í fyrri umræðu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir frekari gögnum vegna gjaldskrá sorphirðu fyrir seinni umræðu um gjaldskrár.
3.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Framkvæmdaáætlun 2022-2023.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir hugmyndum frá hverfisráðum og málinu er frestað til næsta fundar.
4.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti - ýmis erindi 2020-2021 - 2020070001
Kynnt undirbúningsvinna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við innleiðingu Árósasamningsins. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda til og með 23. ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.
5.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2021 - 2021030004
Lagðir fram tölvupóstar Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 27. ágúst 2021, vegna 134. fundargerðar heilbrigðisnefndar. Jafnframt er óskað nýjustu skýrslna vegna aðalskoðana leikvalla og hug sveitarfélagsins til þess að heilbrigðiseftirlitið taki að sér sérverkefni
Á 1165. fundi bæjarráðs var málefni er varðaði mögulegt sérverkefni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Á 1165. fundi bæjarráðs var málefni er varðaði mögulegt sérverkefni vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar.
6.Númerslausir bílar í Ísafjarðarbæ - Málsmeðferð - 2021050028
Tölvupóstur kynntur frá Andra Andrasyni hjá Juris, dagsettur 22. júní 2021,, í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar frá fundi nr. 108 þar sem óskað var eftir áliti bæjarlögmanns vegna númerslausra bíla í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd kallar eftir fundi með Heilbrigðisnefnd Vestfjarða.
7.BSÍ á Íslandi - skoðun leiksvæða - 2021090013
Kynntar skýrslur BSÍ á Íslandi, vegna skoðana á leiksvæðum í sveitafélaginu.
Kynnt.
Fundi slitið - kl. 09:31.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?